Eggnog

Innihaldsefni

4 eggjarauður

60 g sykur

1 ½ dl rjómi frá Örnu Mjólkurvörum

3 dl mjólk frá Örnu Mjólkurvörum

¼ tsk múskat

¼ tsk kanill

¼ tsk vanilludropar

klípa af salti

Kanillstöng og krydd sem skraut

Fyrir áfenga útgáfu:

1 dl Romm eða vískí

Aðferð

  1. Byrjið á því að setja eggjarauður og sykur í hrærivél og þeytið þar til alveg ljósgult (nánast hvítt) og mjög loftmikið.
  2. Setjið rjómann, mjólkina, múskat, kanil og salt í pott og hitið að suðu (slökkvið þegar blandan byrjar að sjóða).
  3. Hellið helmingnum af rjómablöndunni ofan í eggjablönduna hægt og rólega í mjórri bunu með hrærivélina í gangi.
  4. Hellið núna úr hrærivél og setjið ofan í pottinn með restinni af rjómablöndunni. Hitið og hrærið stanslaust í á meðan, slökkvið undir þegar blandan er byrjuð að þykkna, setjið vanilludropana út í og blandið saman við.
  5. Hellið drykknum í ílát sem þolir hita, lokið og setjið inn í ísskáp þar til blandan er alveg köld.
  6. Skiptið drykknum á milli 4 glasa, skreytið með kanilstöng og muldum kanil.
  7. Í áfengri útgáfu þá blandar þú áfenginu út í og hrærir áður en drykknum er skipt á glösin.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook
Arna ehf.

456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774

Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík

Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík

Póstlisti

Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.

Vörumerki Örnu:

Allur réttur áskilinn @ 2023