Einföld og ljúffeng jarðarberja jógúrtkaka

Hér er að finna alveg ótrúlega ljúffenga og einfalda köku sem er jafnframt alveg stórglæsileg. Það þarf alls ekki að vera neinn skreytingarmeistari til þess að ná að gera þessa köku, bara slétta úr kremi, skera ber og raða þeim á, einfaldara gerist það varla!

Kakan sjálf er þétt og mjúk í sér með góðu jarðaberjabragði sem kemur úr jógúrtinu.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

Kakan:

3 egg

250 g þykk ab-mjólk frá Örnu með rabbabara og jarðaberjum

120 ml bragðlítil grænmetisolía

225 g hveiti

150 g sykur

1 tsk matarsódi

2-3 jarðaber skorin í sneiðar.

 

Kremið:

200 g smjör/smjörlíki

300 g flórsykur

1 msk rjómi frá Örnu

3 jarðaber, smátt skorin

1 lítill dropi bleikur matarlitur

u.þ.b. 10 jarðaber, skorin í sneiðar (fjöldi fer eftir stærð).

Aðferð

 1. Kakan:
  Kveikið á ofninum og stillið á 175°C.
 2. Hrærið eggin vel saman (ca. 30 sek)
 3. Bætið jógúrtinu, olíu og sykri saman við og hrærið saman.
 4. Bætið því næst hveiti og matarsóda saman við, hrærið.
 5. Skerið jarðaberin í sneiðar og bætið þeim út í deigið.
 6. Smyrjið 20 cm form og setjið deigið í formið, bakið kökuna í um það bil 35-40 mín eða þangað til hún er bökuð í gegn. Kælið kökuna vel áður en kreminu er smurt á hana.

  Kremið:

 7. Þeytið smjörið vel og bætið svo flórsykrinum saman við.
 8. Bætið rjóma, matarlit og smátt skornum jarðaberjum út í og hrærið vel og lengi þar til kremið er mjög mjúkt. Smyrjið því svo ofan á kældu kökuna.
 9. Skerið jarðaberin í sneiðar og raðið jarðaberjunum fyrst úthringinn og vinnið ykkur inn þar til öll kakan er þakin jarðaberjum eins og á myndinni.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook