Bláberja pönnukökur

Þessar bláberja pönnukökur eru svo góðar! Strákurinn minn alveg elskar þær og ég elska að gefa honum þær þar sem pönnukökurnar eru ekki síður hollar!

Þær eru algjörlega hveiti lausar, með engum viðbættum sykri, stútfullar af hollum og góðum próteinum, vítamínum og steinefnum.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

4 dl haframjöl

1 tsk lyftiduft

2 egg

1 frekar lítill banani

1 krukka grísk haustjógúrt frá Örnu Mjólkurvörum.

1 tsk vanilludropar

Mjólk eftir þörfum

3 dl fersk bláber

Aðferð

  1. Setjið öll innihaldsefni fyrir utan mjólkina og bláberin saman í blandara og blandið þar til deig hefur myndast.
  2. Ef deigið er mjög þykkt, bætið þá mjólk út í deigið til að gera það þynnra eftir þörfum, (gott að byrja á 2 msk, hræra og setja svo meira).
  3. Setjið bláberin í deigið og hrærið saman með sleikju.
  4. Setjið deig á pönnu, u.þ.b. ½-1 dl, steikið á hvorri hlið á meðal hita, þar til pönnukakan er bökuð í gegn.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook