Lambagúllas er alveg dásamlega góður réttur sem auðvelt er að gera. Best er að byrja elda snemma og leyfa réttinum rétt að malla lengi þegar það hentar.
Skerið niður lauk, gulrætur, hvítlauk, sveppi og rósmarín niður.
Setjið klípu af smjöri á pönnu og stekið lambagúllasið ásamt paprikukryddi, salti og pipar. Bætið grænmetinu og rósmarín á pönnuna og steikið þar til það er orðið mjúkt.
Bætið oreganó, timjan, rjóma og rauðvíni út á pönnuna og leyfið öllu að malla rólega í u.þ.b. 20-30 mín. Smakkið til með meira af kryddunum.