Hér höfum við virkilega góða portobello “steik” sem hentar vel sem aðalréttur eða sem meðlæti með öðrum mat.
Systir mín borðar ekki kjöt og smellum við oft í þessa steik fyrir hana þegar við erum með kjöt í matinn fyrir aðra. Mér finnst hann svo góður að ég fæ mér hann yfirleitt líka sem meðlæti með kjötinu og því passa ég að gera alltaf nokkra auka sveppi.
Uppskriftin miðast við einn svepp sem er gott magn fyrir eina manneskju ef það er annað meðlæti með til dæmis bakaðar kartöflur og ferskt salat.
Það er mjög gott að bera sveppinn fram með kaldri sósu, til dæmis þessari sem þið finnið inn í þessari uppskrift.
Það er bæði hægt grilla portobello sveppinn og baka hann inn í ofni. Ef þú ætlar að baka hann þá seturu sveppinn í eldfastmót en ef þú ætlar að grilla er gott að setja smá álpappír undir.
Uppskrift og myndir: Linda Ben
1 stór portobello sveppur
1-2 msk ólífu olía (mjög gott að nota sítrónu ólífu olíu ef þú átt hana til, annars er venjuleg líka æðisleg)
1 hvítlauksgeiri
1/4 kryddostur með hvítlauk
Börkur af 1/4 sítrónu
1-2 döðlur skornar smátt niður
1 msk furuhnetur
Ferskt rósmarín (má sleppa)
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.