Þetta haustsalat er að gera allt vitlaust. Um að gera að nýta íslenska blómkálið sem er komið í búðir.
Uppskrift og myndir frá Jönu.
Grænmetisblanda í ofn:
1/2-1 íslenskumr blómkálshaus
1/2 – 1 sæt kartafla
1 krukka soðnar kjúklingabaunir (vatninu hellt af og baunir skolaðar).
Smá ólífuolía
Salt og pipar
2-3 msk góð grænmetiskryddblanda
Salat:
1-2 handfylli af blönduðu salati
1 epli skorið í bita
4 msk pekanhnetur / eða hnetur sem ykkur þykir góðar
2 msk Salatostur frá Örnu
2 msk smátt saxaðir sólþurrkaðir tómatar
Handfylli sprettur
15 gr ferskt basil saxað gróft
15 gr fersk steinselja söxuð gróft
Dressing:
1/3 bolli góð ólífuolía
safi úr 1 lime
1 msk hlynsýróp/hunang
Salt&pipar
3 msk hempfræ
Hitið ofninn í 200°C
Skerið blómkálið í lítil blóm
Skerið sætu kartöfluna í litla bita
Hellið vatninu af og skolið kjúklingabaunirnar
Blandið öllum hráefnum saman í ofnskúffu, hellið ólífuolíu yfir og kryddið yfir grænmetið.
Bakið í ofni í um 25 mínútur eða þar til grænmetið er orðið vel gullið.
Á meðan grænmetið bakast þá blandið saman í skál blönduðu salati, eplabitum, hnetum og salatosti, sólþurrkuðu tómötunum, sprettum, basil og steinselju. Blandið vel saman.
Bætið bakaða grænmetinu út í salatblönduna.
Því næst að útbúa dressinguna en þá er öllum hráefnum hrært vel saman og hellt yfir salatið.
Svo er að blanda öllu saman og njóta.
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.