Heimabakaðar piparkökur

Innihaldsefni

180 g smjör mjúkt

120 g púðursykur

1 ½ dl síróp

1 egg

1 tsk vanilludropar

½ dl mjólk frá Örnu Mjólkurvörum

390 g hveiti

1 msk kanill

2 tsk malað engiferkrydd

½ tsk múskat

½ negull

1 tsk matarsódi

½ tsk salt

 

Glassúr

300 g flórsykur

2-3 msk mjólk frá Örnu Mjólkurvörum

 

Aðferð

  1. Setjið smjörið í hrærivél og þeytið þar til orðið ljósara og loftmikið.
  2. Bætið púðursykrinum og sírópinu út í, þeytið þar til létt og ljóst.
  3. Bætið egginu út í og þeytið. Bætið þá vanilludropunum og mjólkinni saman við og þeytið.
  4. Setjð hveiti, kanil, engiferkrydd, múskat, negul, matarsóda og salt í skál og hrærið saman. Bætið hveitinu út í eggjablönduna og hrærið varlega saman.
  5. Setjið deigið í plastfilmu og kælið í 2 klst inn í ísskáp.
  6. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C og undir+yfir hita.
  7. Fletið deigið út þar til það er um það bil ½ cm á þykkt.
  8. Skerið það út með smákökufomum og fletið á smjörpappír.
  9. Bakið í u.þ.b. 9-10 mín eða þar til brúnirnar á kökunum eru byrjaðar að brúnast.
  10. Endurtakið skref 7-9 þar til deigið er búið.
  11. Kælið og útbúið glassúr.
  12. Byrjið á að setja 2 msk mjólk og hrærið saman, ef glassúrinn er of þykkur, bætið þá við ½ msk og hrærið, ef ennþá of þykkur setjið þá aðra ½ msk. Glassúrinn á að vera þykk fljótandi.
  13. Setjið mjóann og fíngerðan hringlaga sprautustút (ég notaði nr 2 frá Wilton) á sprautupoka, skreytið að vild.
  14. Ef að lítil börn vilja skreyta kökurnar sem ráða ekki við sprautupoka, þá er sniðugt að setja svolítið meira af mjólk út í flórsykurinn og leyfa þeim að pensla glassúrið á.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook
Arna ehf.

456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774

Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík

Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík

Póstlisti

Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.

Vörumerki Örnu:

Allur réttur áskilinn @ 2023