Skál 2, þeytið eggjahvíturnar og bætið helming af sykrinum saman við smátt og smátt. Hrærið þar til eggjahvíturnar eru orðnar eins og marengs á þykkt.
Skál 3, þeytið eggjarauðurnar með helming af sykrinum og fræjum úr vanillustönginni. Þeytið þar til blandan er orðin létt og ljós.
Setjið eggjahvíturnar og rjómann saman við eggjarauðublönduna varlega saman við sleif.
Blandið marsipan, möndlum og súkkulaðinu þá einnig varlega saman við með sleif. Setjið í form og setjið smá af kirsuberjasósu yfir ísinn. Takið gaffal og blandið kirsuberjasósunni varlega saman við ísinn.
Setjið lok eða filmu yfir ísinn og látið í frysti í að minnsta kosti 12 klst.