Mig hefur lengi vantað þessa fullkomnu hafraklatta uppskrift, ég er því búin að vera prófa mig svolítið áfram undanfarna daga og loksins fékk ég akkurat þá útkomu sem mig dreymdi um. Hollir en á sama tíma útrúlega ljúffengir og góðir hafraklattar sem eru fullkomnir með morgunkaffinu.
Ég mæli með því að mylja hörfæjin eða chia fræjin sem notuð eru í þessa uppskrift, annað hvort smella þeim í blandara og láta hann ganga í smástund eða setja fræjin í mortel og mylja þau þannig.