Þessa sósu geri ég a.m.k. 1x í viku og hef með allskonar mat. Hún á einhvernveginn alltaf vel við. Hvort sem það er sem dressing með kjúklingasalatinu, með grillmatnum, á samlokuna eða bara hvað sem er.
Setjið grískt jógúrt og mæjónes í skál ásamt hunangi og sterku dijon sinnepi. Rífið hvítlaukinn út í og kreistið sítrónusafann líka yfir, hrærið öllu saman.