Jarðaberja hollensk pönnukaka er svo góð í mogrunmat eða á brunch borðið. Svolítið klessuleg, ekki of sæt eggja pönnukaka. Fullkomin borin fram með jarðaberja grísku jógúrti og ferskum berjum.
180 g grískt jógúrt með jarðaberjum og vanillu frá Örnu Mjólkurvörum
100 g hindber
100 g jarðaber
Örlítill flórsykur
Aðferð
Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita. Setjið eldfast mót sem er 25 cm í þvermál inn í ofninn og leyfið forminu að hitna með ofninum.
Setjið egg í skál og þeytið þar til þau eru byrjuð að freyða. Setjið þá hveiti, sukur, salt og mjólk út í skálina og hrærið saman þar til að mestu kekklaust.
Setjið smjörið í eldfasta mótið og leyfið smjörinu að bráðna inn í ofninum. Þegar smjörið hefur bráðnað notiði pensil til að pensla því um formið. Hellið svo deiginu í fomið og setjið beint inn í ofn, ekki hræra smjörið saman við. Bakið í 15 mín og lækkið svo hitann á ofninum niður í 175°C og bakið áfram í 10 mín.
Setjið gríska jógúrtið ofan á pönnukökuna ásamt jarðaberjum og hindberjum, sigtið örlítinn flórykur yfir.