Jarðaberjarúlluterta sem er svo dásamlega góð.
Þessi jarðaberjarúlluterta er ættuð af bananarúllutertunni sem mörg okkar muna eftir úr æsku. Að minnsta kosti er bananarúllutertan ein sú eftirminnilegasta úr minni æsku. Mér fannst hún alveg óhemju góð og það vildi svo heppilega til að mömmu og ömmu fannst mjög einfalt og fljótlegt að gera hana, svo ég fékk hana ansi oft.
Þessi jarðaberjarúlluterta gefur bananarúllutetunni ekkert eftir. Ég blandaði nýja íslenska jarðaberja jógúrtinu frá Örnu út í rjómann og skar svo líka jarðaber í fyllinguna. Útkoman er stórkostlega góð, ekki eins sæt og bananatertan og örlítið ferskari.
Þessi rúlluterta hvarf á augabragði heima hjá mér þegar ég bauð upp á hana um daginn, og ég vona að hún eigi sömuleiðis eftir að gera það hjá þér.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
3 egg
200 g sykur
1 msk hveiti
30 g kartöflumjöl
1 tsk lyftiduft
2 msk kakó
2 msk flórsykur
2 msk frostþurkað jarðaberjduft (má sleppa og er bara notað sem skraut í uppskriftinni)
Fylling
200 ml rjómi
170 g íslensk jógúrt úr íslensku jarðaberjum frá Örnu Mjólkurvörum
100 g jarðaber