Trefjaríkar jarðarberjakökur með hvítu súkkulaði

Hér höfum við girnilega uppskrift af trefjaríkum jarðarberjakökum með hvítu súkkulaði. Í uppskriftina notar Jana nýju árstíðarbundnu jógúrtuna okkar sem er bragðbætt með íslenskum jarðarberjum.

Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

Fyrsta lag: 

1 krukka íslensk jógúrt með íslenskum jarðarberjum

Annað lag: 

1 bolli frosin jarðarber

1/4 bolli chiafræ

1 msk fljótandi sæta eins og akasíuhunang eða hlynsíróp

Þriðja lag: 

100g hvítt súkkulaði

Aðferð

    1. Takið bollakökuform (mér finnst sílíkon form virka best fyrir þessa uppskrift) og setjið eina matskeið af jarðaberjajógúrt í botninn í hverju formi. Frystið meðan þið búið til lag númer 2.
    2. Látið jarðaberin þiðna og stappið þau svo vel, hellið chiafræjum og sætu og hrærið vel saman. Hellið yfir frosnu jarðaberjajógúrtina, 1. lagið.
    3. Frystið.
    4. Bræðið hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði og hellið yfir lag númer 2.
    5. Setjið í frysti yfir nótt.

      Gott að taka út 5-10 mínútur út úr frysti áður en þið ætlið að njóta

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook