250 g rifinn mozzarella með piparosti frá Örnu Mjólkurvörum
Salt og pipar
Aðferð
Kveikið á ofninum og stillið á 180°C, undir og yfir.
Skerið kartöflurnar mjög þunnt niður, gott að nota mandolín ef þið eigið það til, annars skeriði eins þunnt og hægt er, eins og ég gerði. Raðið í eldfast mót.
Setjið rjóma í pott, rífið hvítlaukinn niður í rjómann, bætið smjörinu út í, helmingnum af rifna ostinum og salt&pipar. Bræðið saman og hellið yfir kartöflurnar. Setjið álpappír yfir mótið og bakið inn i ofni í u.þ.b. klukkutíma og 15 mín.
Takið út úr ofninum og dreifið restinni af rifna ostinum yfir. Setjið aftur inn í ofn og bakið í u.þ.b. 20 mín eða þar til osturinn er orðinn gullin brúnn.