Létt og ferskt hrásalat

Létt og ferskt hrásalat.

Börnin mín eru nýbúin að uppgötva hrásalat og nú er þetta nýjasta æðið hér heima, þau elska hvað það er fallegt á litin og bragðast vel. Ég gæti ekki verið meira hamingjusöm með þessa uppfinningu þeirra enda fullt af grænmeti sem er hollt og gott fyrir litla kroppa.

Ég geri hrásalatið aðeins hollara með því að skipta út hluta af majónesinu út fyrir grískt jógúrt, þannig er það líka léttara, ferskara og mér finnst það bragðbetra.

Best er að græja hrásalatið daginn áður svo það sé búið að taka sig vel og jógúrtið búið að mýkja grænmetið. Það er þó í góðu lagi að gera það samdægurs líka.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

150 g hvítkál

150 g rauðkál

75 g gulrætur

Safi úr 1 lime

1 ½ msk majónes

1 ½ grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum

1 tsk sætt sinnep

Salt & pipar eftir smekk

Aðferð

  1. Skerið hvítkálið, rauðkálið og gulræturnar niður í mjóa strimla, blandið saman í skál og kreystið safann úr 1 lime yfir.
  2. Í aðra skál blandið saman majónesi, grískri jógúrt og sætu sinnepi, hellið út á salatið.
  3. Kryddið til með salti & pipar eftir smekk

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook