Krispí kjúklingabauna pítur

Krispí kjúklingabauna pítur.

Hvernig væri að hafa pítur sem stökkum kjúklingabaunum í matinn?

Þessi réttur sem er tilvalinn sem kvöldmatur eða hádegismatur er einfaldur, fljótlegur, hollur og ótrúlega bragðgóður!

Þú byrjar á því að steikja kjúklingabaunirnar á pönnu upp úr olíu og kryddum, lætur malla í u.þ.b. 5 mín á pönnunni eða þar til baunirnar eru byrjaðar að verða svolítið stökkar. Smellir pítubrauðunum í ristavélina á meðan þú útbýrð sósuna, smyrð henni á brauðin (eða inn í eins og við flest erum vön að gera), bætir grænmetinu og kjúklingabaununum á og toppar með fetaosti, þetta er svooooo gott!

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

1 dós (400 g) niðursoðnar kjúklingabaunir

1-2 msk ólífu olía

Salt og pipar

1/2 tsk cumin

1/2 stk oreganó

1/4 tsk hvítlaukskrydd

1/4 tsk paprikukrydd

Pítubrauð

Grænmeti (til dæmis tómatar, gúrkur, salat, rauðlaukur o.fl.)

Jógúrtsósa, uppskrift hér fyrir neðan

Salatostur frá Örnu Mjólkurvörum

Jógúrtsósa:

3 msk grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum

Salt og pipar

1/4 tsk cumin

1/2 tsk hvítlaukskrydd

1/4 tsk paprikukrydd

1 tsk sætt sinnep

Aðferð

  1. Skolið kjúklingabaunirnar og þerrið þær á eldhúspappír.
  2. Setjið ólífu olíu á pönnu og bætið kjúklingabaununum á pönnuna, kryddið með salti og pipar. Bætið því næst cumin, oreganó, hvítlaukskryddi og paprikukryddi út á og blandið öllu vel saman, leyfið baununum á malla svolítið á pönnunni þar til þær fá stökka húð á sig, tekur u.þ.b. 5 mín.
  3. Ristið pítubrauðin á meðan sósan er útbúin og grænmetið skorið niður.
  4. Smyrjið sósunni á brauðin og bætið baununum á ásamt grænmetinu og salatostinum.

Sósa:
Blandið öllum innihaldsefnum saman.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook