Litlar bláberja skyrköku pavlóvur er skemmtileg blanda af marengsköku og ostaköku.
Ég blandaði saman rjóma og Örnu skyri með bláberja botni ásamt fleira gúmmulaði og setti ofan á litlar pavlovur, útkoman var hreint út sagt æðisleg!
Það er leikur einn að smella í pavlóvur ef notast er við þessa uppskrift. Best þykir mér að láta kökurnar kólna inn í ofninum á meðan ofninn kælir sig niður svo þær springi ekki, en annars eru þær mjög einfaldar.
Ég raða því yfirleitt þannig, þegar ég er að fara baka marengs ásamt fleiri kökum, að marengsinn er það seinasta sem ég baka yfir daginn og svo læt ég hann kólna inn í ofninum yfir nótt.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
6 eggjahvítur
3,5 dl sykur
2 tsk kornsterkja
2 tsk vanilludropar
2 tsk hvítt borðedik
50 g Rice Crispies
500 ml rjómi
200 g Örnu skyr með botnfylli af bláberjum
3 msk flórsykur
50 g karamellukurl
U.þ.b. 150 g bláber
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.