Mexíkanskt kjúklingasalat

Mexíkóskt kjúklingasalat.

Einfalt, virkilega bragðgott og djúsí kjúklingasalat sem svíkur engann.

Að mínu mati er romaine salatið algjör lykill þar sem það er svo safaríkt og gott. Salatinu er velt upp úr sósunni svo hún bleytir vel upp í öllu og gerir það svo sannarlega djúsí.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

600 g Kjúklingalundir

1 msk mexíkósk kryddblanda

1-2 msk olífu olía

1 stór haus Romain salat

300 g kirsuberjatómatar

100 g rifinn mozzarella frá Örnu Mjólkurvörum

Mais snakkflögur (magn eftir smekk)

Mexíkósk salat dressing

3 msk majónes

1 tsk sterkt sinnep

1-2 tsk sterk sósa (hot sauce)

1-2 tsk mexíkósk kryddblanda

Salt og pipar

Aðferð

  1. Byrjið á því að krydda kjúklinginn vel og setjið olíu yfir, veltið kjúklingnum vel upp úr kryddinu og látið marinerast.
  2. Kveikið á ofninum og þegar hann er orðinn heitur setjið þá kjúklinginn inn og bakið í u.þ.b. 30 mín eða þar til hann er bakaður í gegn.
  3. Útbúið sósuna með því að sameina öll hráefni í skál og blanda saman, gott að byrja á því að setja minna af kryddi í byrjun og bæta svo við ef manni finnst vanta.
  4. Skolið og þerrið romaine salatið og skerið það niður í bita. Skerið tómatana niður í fjóra hluta.
  5. Setjið salatið, tómatana, ostinn og snakkið saman í skál ásamt sósunni, blandið vel saman.
  6. Bætið kjúlingnum út á og berið fram.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook