Hér höfum við fræga naan brauðið sem hefur verið hér á síðunni frá upphafi, en nú fyllt með osti. Þessi útfærsla varð til þegar mig langaði í eitthvað ótrúlega gott og djúsí naan brauð um daginn og ákvað þá að fylla það með osti.
Það kom svo ótrúlega vel út að ég bara einfaldlega varð að deila þessu með ykkur, ég vona að þið eigið eftir að smakka og elska!