Ostafylltar perur

Innihaldsefni

3 perur

Ólífu olía

Salt

Pipar

Salatostur frá Örnu Mjólkurvörum

Pekanhnetur

Timjan

Hunang

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C, undir og yfir hita.
  2. Skerið perurnar í helminga og kjarnhreinsið perurnar og útbúið einskonar holu. Leggið í eldfastmót og hellið ólífu olíu yfir og kryddið með salti og pipar. Snúið perunum við þannig að skurðurinn snúi niður og hýðið upp. Bakið í 15 mín.
  3. Takið perurnar út úr ofninum og snúið perunum við þannig að skurðurinn snúi upp.
  4. Fyllið holurnar (þar sem kjarninn var) með salat osti (takið sem mest af olíunni frá), saxið pekanhneturnar og setjið þær yfir ostinn og örlítið af timjan líka. Setjið aftur inn í ofninn og bakið í u.þ.b. 10 mín eða þar til osturinn hefur bráðnað svolítið.
  5. Skreytið með meira af fersku timjan og hellið svolítið af hunangi yfir perurnar áður en þær eru bornar fram.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook
Arna ehf.

456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774

Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík

Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík

Póstlisti

Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.

Vörumerki Örnu:

Allur réttur áskilinn @ 2023