Tiramisu ísterta

Innihaldsefni

200 g púðursykur

6 eggjarauður

500 ml rjómi

250 g mascarpone ostur

1 pakki Lady Finger kexkökur

1 dl sterkt kaffi

1/2 kakó

Aðferð

  1. Leyfið mascarpone ostinum að mýkjast með því að láta hann standa við stofuhita í klukkutíma fyrir notkun.
  2. Setjið púðursykur og eggjarauður í hrærivélaskál og þeytið vel saman þar til blandan er orðin létt og ljós, gott er að taka þeytarann upp úr og sjá hvort deigið sem lekur myndi borða (deigið samlagast ekki strax heldur er sjáanlegt í nokkrar sekúndur ofan á deiginu í skálinni) en þá eru eggjarauðurnar tilbúnar.
  3. Takið aðra skál og þeytið rjómann.
  4. Setjið Mascapone ostinn í aðra skál, hrærið hann létt og setjið u.þ.b. 2 msk af eggjarauðublöndunni ofan í skálina, blandið saman varlega með sleikju. Setjið meira af eggjarauðublöndunni út í og blandið varlega saman, endurtakið þar til öll eggjarauðublandan er blönduð saman við.
  5. Bætið þá rjómanum saman við með því að velta deiginu varlega með sleikju.
  6. Takið 23 cm smelluform og fjarlægið botninn úr því. Setjið smelluformshringinn á kökudisk sem kemst í fyrsti. Setjið Ladyfingerkexkökur í botninn, byrjið á því að mynda X inn í hringinn með kökunum og setjið svo fleiri kökur inn í þar til kominn er nokkuð þétt lag af kökum.
  7. Notið lítinn pensil til þess að pensla kaffi á hverja köku. Setjið 1/2 af ísdeiginu yfir.
    Setjið þá aftur Ladyfinger kexkökur, penslið þær með kaffi og svo næsta 1/2 af ísdeiginu.
  8. Látið kökuna standa á borðinu í u.þ.b. 30 mín svo ísinn fari svolítið inn í kexið líka og setjið svo í fyrstinn.
  9. Geymið í frystinum a.m.k. yfir nótt en hægt að geyma ístertuna lengi þar.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook
Arna ehf.

456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774

Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík

Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík

Póstlisti

Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.

Vörumerki Örnu:

Allur réttur áskilinn @ 2023