Þú verður að prófa þetta ískaffi, það er svo svakalega gott! Það er afskaplega einfalt að gera, kallar á ekkert auka síróp eða neitt þannig svo það hentar fólki sem er á ferðinni vel.
Það er próteinríkt og ljúffengt því það inniheldur Örnu+ próteindrykkinn með kaffibragðinu, sem er í miklu uppáhaldi hjá mér.