Sítrónu og myntusósa

Létt og dásamleg sítrónu og myntusósa sem er tilvalin til dæmis með grillmatnum.

Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

1 bolli hrein grísk jógúrt

2 hvítlauksrif – pressuð

1/2 tsk pipar

1/2 tsk salt

1/2 sítróna, safi og börkur

2 msk ólífuolía

1/4 tsk Sumac krydd

1/4 tsk chili flögur

3/4 tsk þurrkuð minta

Aðferð

  1. Öllu blandað saman í skál og hrært vel saman.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook