Bláberja & krækiberja skálar

Dásamlegar, fallegar og bragðgóðar bláberja og krækiberjaskálar sem eru stútfullar af góðri næringu fyrir líkama og sál.

Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

1 bolli frosin bláber

1/2 bolli frosin krækiber

1 frosinn banani

1 bolli laktósafrí bláberja ab-mjólk

1 msk hempfræ

2 msk collagen duft

4 msk chia fræ

Aðferð

  1. Öllu nema chia fræjum blandað saman í góðum blandara þar til allt er vel blandað saman. Hellið í ílát sem hægt er að loka. Hrærið chia fræjunum saman við fjólubláa Shake-inn og geymið í ísskáp í nokkra tíma eða yfir nótt.
  2. Frábært að toppa með góðu granóla og ferskum berjum.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook