Sítrónuostakökujógúrts bananasplitt

Ert þú búinn að smakka nýja vor jógúrtið frá Örnu Mjólkurvörum með sítrónuostakökubragðinu? Það er alveg svakalega gott! Við fjölskyldan fáum hreinlega ekki nóg af því og er ég búin að fara ófáar ferðinar út í búð að næla mér í.

Mér finnst gaman að broða svona gott jógúrt á skemmtilegan máta og því útbý ég mér stundum svona bananasplitt. Bara holl og góð hráefni, borin fram á fallegan og skemmtilegan hátt.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben

Innihaldsefni

Banani

170 g (1 krukka) Vor jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum með sítrónuostakökubragði

Rifinn börkrur af 1/2 sítrónu

1 msk pistasíuhnetur

1 msk fersk eða frosin hindber

Aðferð

  1. Skerið bananann langsum og setjið á disk.
  2. Setjið jógúrtið ofan á bananann.
  3. Rífið börkinn af 1/2 sítrónu yfir jógúrtið.
  4. Skerið pistasíuhnetukjarna smátt niður og dreifið yfir ásamt hindberjum.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook