Skýja sjeik

Dásamlegur skýja sjeik sem er stútfullur af góðri næringu, bæði ab gerlum frá ab mjólkinni og spirulina.

Spirulina inniheldur hlutfallslega mjög mikið magn af frábærum næringarefnum. Um 60-70% þessa þörungs er prótín, og í honum er að finna fitusýrurnar GLA (gamma línólen), línólín og AA (arachidonic), vítamín B-12, járn, amínósýrur, RNA og DNA kjarnsýrur, beta-karóten og karótenóíð, chlorophyll og phytocyanin.

Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

 

3 frosnir bananar

2 tsk blátt spirulina duft

1 tsk vanilla

1 bolli laktósafrí bláberja ab- mjólk

Aðferð

  1. Öllu blandað saman í kröftugum blandara.
  2. Takið glas og skreytið með hreinni grískri jógúrt örlítið í hliðunum, hellið svo shake-inum ofan í glasið og njótið.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook