Karamellu og perugrautur

Próteinríkur og trefjaríkur morgungrautur, toppaður með bee pollen og hempfræjum.

Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

4 msk chia fræ

2 msk hörfræ

1/2 tsk turmeric duft

Safi úr 1/2 sítrónu og börkur

2 dósir laktósafrí grísk jógúrt með karamellu og peru

Aðferð

  1. Öllum innihaldsefnum hrært vel saman.
  2. Setjið í glös eða skálar og látið í ísskáp í nokkrar klst eða yfir nótt.
  3. Toppið með því sem hugurinn girnist. Hér notar Jana bee pollen og hempfræ.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook