Smoothie íspinnar fyrir krakkana

Ég er alltaf að leitast eftir góðum leiðum til að koma góðri næringu ofan í krakkana mína. Stundum þá eru þau bara ekki í stuði til að borða eins og þegar þau eru eitthvað slöpp, þá er svo gott að geta gripið í góðar uppskriftir sem ég veit að þau eiga eftir að borða.

Hér höfum við smoothie sem er búið að frysta í íspinnabox, ísinn er mjúkur og afskaplega bragðgóður.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

Banani

2 dl frosin jarðaber

1 dl frosin bláber

1 dl frosið mangó

2 dl Jarðaberja AB-mjólk frá Örnu Mjólkurvörum

Aðferð

  1. Blandið öllum innihaldsefnum saman í blandara.
  2. Hellið í íspinnaform og frystið í 4 klst eða yfir nótt.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook