Grænn spínat og mangó smoothie

Grænn spínat og mangó smoothie.

Ótrúlega góður og frískandi smoothie, fullur af góðri næringu.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

1 stór lúka spínat

2 dl frosið mangó

½ banani

1 tsk möndlusmjör

½ msk hampfræ

2 msk grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum

Vatn

Aðferð

  1. Setjið allt saman í blandara, setjið vatn í blandarann svo það nái yfir innihaldsefnin. Blandið þar til silkimjúkur drykkur hefur myndast.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook