Suðrænn smoothie

Dásamlegur suðrænn smoothie, stútfullur af góðri næringu.

Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

1 appelsína flysjuð/steinhreinsuð

1 frosin banani

1/2 bolli frosin ananas

1/2 bolli frosið mangó

1 steinlaus daðla

1 tsk vanilla

1/2 tsk Túrmerik duft

1-2 bolli kókosmjólk

1 msk collagen duft

Til skreytingar

1/2 dós Vanillu og kókos grísk jógúrt frá Arna til að skreyta glasið með og hellið svo smootie ofaní glaið og njótið

Aðferð

  1. Öllu blandað saman vel í góðum blandara.
  2. Notið vanillu og kókos grísku jógúrtina til að skreyta glasið með.
  3. Hellið smoothie í glasið og njótið.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook