Í fyrstu gætu þessar svartbauna quesadilla litið nokkuð ómerkilega út, en því fer fjarri þegar kemur að bragði!
Þær eru ótrúlega einfaldar að gera og bragðast stórkostlega. Þessi réttur er í uppáhaldi hjá mér þessa dagana þegar ég er í stuði til að fá matinn hratt á borðið án þess að þurfa eyða miklum tíma í að matbúa hann.
Setjið vel af osti á vefjurnar og baunamauki yfir, lokið vefjunum og steikið á pönnu upp úr olíu á báðum hliðum við vægan hita þar til baunirnar eru orðnar heitar í gegn og osturinn bráðnaður.
Berið fram með grísku jógúrti, kirsuberjatómötum og kóríander.