Tahini próteindrykkur

Þessi tahini prótein drykkur er smotthie sem er alveg frábær með góðu próteini, hollri fitu og mikið af trefjum. Jana okkar á heiðurinn af þessari uppskrift og í honum er flott magn af kopar, seleníum, sinki og kalki í tahini (sesamsmjöri) og gott að setja smá af því út í smoothies.

Innihaldsefni

1 dós laktósafrítt hreint skyr frá Örnu
1 pera
Handfylli af ferskju spínati eða einn frosinn kubbur
1/2 bolli klakar
2 steinlausar döðlur
1 kúfuð msk mulin hörfræ
1/2 – 1 msk tahini
1 tsk vanilla

Aðferð

  1. Setjið öll hráefni saman í góðan blandara og blandið vel saman.
  2. Hellið blöndunni í glas og toppið með muldum hörfræjum.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook