Þriggja laga jólamarengs með kókosbollurjóma

Innihaldsefni

Rice krispies marengs: 

6-7 eggjahvítur
200 g sykur
2 bollar Rice Krispies
Kókosbollufylling:
1 líter 36% rjómi frá Örnu
6 kókosbollur
3 Daim, söxuð smátt
1/2 kg jarðaber

Aðferð

  1. MarengS: Þeytið eggjahvítur og bætið sykri smátt og smátt saman við. Þeytið í 5 mínútur eða þar til marengsinn er orðinn stífur.
  2. Hrærið rice krispies varlega saman við með sleif
  3. Teiknið 3 mismunandi stóra hringi á smjörpappír. Stór sem fer neðst, minni og svo minnsti botninn sem fer efst.
  4. Látið í 130°C heitan ofn í 90 mín.
  5. Þeytið rjómann og skerið jarðarberin niður. Blandið rjóma, jarðarberjum, kókosbollum og daim saman í skál.
  6. Setjið stærsta botninn á kökudisk, látið kókosbollurjómann yfir og endurtakið með hina botnana.
  7. Skreytið með berjum, myntulaufum og stráið flórsykri yfir allt.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook
Arna ehf.

456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774

Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík

Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík

Póstlisti

Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.

Vörumerki Örnu:

Allur réttur áskilinn @ 2023