Klassískt riz a l´amande

Innihaldsefni

200g hrísgrjón
400 ml vatn
1 ltr nýmjólk frá Örnu
1 vanillustöng klofin eftir endilöngu
1 msk vanilludropar
100g sykur
1/2 tsk salt
150g möndluflögur
500ml rjómi frá Örnu

Hindberjasósa:
200g hindber frosin
2 dl vatn
100g sykur
1 msk kartöflumjöl blandað saman við 1 msk vatn
Setjið allt nema kartöflumjöl í pott og sjóðið saman í ca.15 mín. Þykkið með kartöflumjölinu.

Súkkulaði karamellusósa:
200g demerara sykur
90g smjör
120ml rjómi frá Örnu
50-100g suðusúkkulaði, magn eftir smekk
1/2 tsk sjávarsalt
Bræðið sykurinn við miðlungs hita. Hrærið stöðugt í svo sykurinn brenni ekki, þetta getur tekið nokkra stund. Þegar sykurinn er bráðinn bætið þá smjöri út í og hrærið kröftuglega með písk þar til þetta er samlagað. Bætið rjómanum þá út í og hrærið áfram. Slökkvið undir pottinum og bætið þá súkkulaði og salti saman við. Setjið strax í krukku.

Saltkaramellusósa:
200g sykur
90g smjör
120ml rjómi frá Örnu
1 tsk sjávarsalt
Setjið sykurinn í háan þykkbotna pott og bræðið varlega, hrærið stöðugt í. Þegar sykurinn er bráðinn hrærið þið smjörið saman við með písk. Þegar blandan er samlöguð bætið þið rjómanum út í og hrærið kröftuglega. Bætið sjávarsalti að síðustu saman við og setjið í krukku.

Aðferð

  1. Sjóðið hrísgrjónin í vatninu í 2 mín og setjið þau svo í sigti og skolið undir kaldri vatnsbunu. Setjið grjónin aftur í pottinn ásamt sykri, salti, mjólk, vanillustöng og vanilludropum. Sjóðið rólega þar til úr verður þykkur grautur eða í 50 – 60 mín.
  2. Kælið grautinn helst yfir nótt.
  3. Þeytið rjómann og blandið saman við grautinn. Bætið möndluflögum saman við og hrærið varlega.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook
Arna ehf.

456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774

Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík

Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík

Póstlisti

Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.

Vörumerki Örnu:

Allur réttur áskilinn @ 2023