Eitt sem við gerðum um daginn og krakkarnir elskuðu var að gera vatnsmelónu pizzu. Þetta er alveg ótrúlega einfalt og skemmtilegt, Maður einfaldlega sker vatnsmelónu eins og pizzusneiðar, setur rjóma á sneiðarnar og skreytir svo með berjum og myntu eða bara hverju sem er, súkkulaði er örugglega geggjað. Ég vona að þið eigið eftir að hafa gaman við að skella í þessa uppskrift.