Hér höfum dásamlega uppskrift af vatnsdeigsbollum með Tiramisu fyllingu frá Lindu Ben. Algjörlega fullkomnar með ljúffengum kaffibolla.
Fyllingin er útbúin að svipaðan hátt og þegar maður gerir ostakökur, þ.e. maður hrærir flórsykur saman við mascapone ostinn sem maður hrærir svo saman við þeyttan rjóma. Þannig engin hrá egg hér. Svo drekkir maður lady finger kexkökunum í kaffi. Maður ræður svo hvort maður sker lady finger kexkökurnar niður og blandar þeim saman við rjómann eða setur þær sér á hverja bollu fyrir sig. Það gæti verið hentugara að setja kaffidrekkt kexið á hverja bollu fyrir sig ef einhverjum langar ekki í bollu með kaffi. Þá setur maður fyllingu í bæði botninn og toppinn á bollunni og kaffikexið á milli, lokar svo bollunni og toppar með bræddu súkkulaði.