Vanillu bollakökur með hindberjasmjörkremi.
Þessar bollakökur eru alveg dásamlega góðar! Vanillubollakökurnar eru einstaklega mjúkar, rakamiklar og ekki of sætar. Kremið með þeim er dásamlega góða hindberjasmjörkremið sem ég og fleiri, alveg elska.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
125 g smjör
200 g sykur
2 egg
1 eggjahvíta
2 tsk vanilludropar
200 g hveiti
1 tsk matarsódi
1 tsk lyftiduft
½ tsk salt
180 ml grískt jógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
Hindberjasmjörkrem
300 g smjör
400 g flórsykur
2 dl frosin hindber
Fersk mynta (má sleppa)