Hér höfum við einstalega ljúffengan og djúsí kjúklingarétt sem kemur úr smiðju mömmu minnar eins og svo margir aðrir góðir réttir á þessari síðu. Þetta er réttur sem hún smellir í þegar hún vill eitthvað virkilega gott í matinn en það þarf samt að vera einfalt og fljótlegt.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.
U.þ.b. 1/2 grasker (butternut squash)
2 msk Ólífu olía
smá salt
600 g úrbeinuð kjúklingalæri
U.þ.b. 1 1/2 – 2 msk kjúklingakryddblanda
6 hvítlauksgeirar
1/2 laukur
400 ml rjómi
150 g Kryddostur með pipar
1 kjúklingakraftur
150 g rautt pestó
1/4 tsk þurrkaðar chillí flögur
1/2 tsk oreganó
Salatblanda