Haustjógúrtin er komin í verslanir

Nú ilmar vinnslusalurinn hjá okkur í Bolungarvík af berjailmi og haustboðinn ljúfi, haustjógúrtin okkar góða er komin í verslanir um land allt.

Sem fyrr er haustjógúrtin bragðbætt með íslenskum aðalbláberjum og verður fáanleg á meðan berjabirgðir endast inn í haustið. Það er því um að gera að næla sér í dós í næstu verslun.