Sumarjógúrtin komin í verslanir

Það er kominn sumarilmur í vinnsluna hjá okkur, rabarbarailmurinn er allsráðandi og framleiðsla á sumarjógúrtinni okkar er hafin.

Sumarjógúrtin er eins og fyrri ár bragðbætt með handtýndum vestfirskum rabarbara og útkoman er silkimjúk og gómsæt jógúrt í fallegri 230g glerkrukku. Krukkuna er tilvalið að geyma, taka límmiðan af og endurnýta með ýmsum hætti, hvort sem það er fyrir sultugerð sumarsins, föndur, kertastjaka í veisluna, nesti eða annað sem ykkur dettur í hug.