Appelsínu og pistasíu hafrar. Ótrúlega ferskur og góður morgunmatur, uppskrift og myndir frá Jönu.
Innihaldsefni
1 bolli haframjöl
3/4 bolli mjólk að eigin vali
1/2 bolli peru & vanillujógúrt frá Arna
1/2 bolli pistasíuhnetur, gróft saxaðar (auk smá meira til að skreyta)
2 msk nýkreistur appelsínusafi (um 1/2 appelsína)
1 msk hunang
Klípa af sjávarsalti
Aðferð
Blandið öllu hráefninu saman í skál (fyrir utan appelsínubörkinn).
Setjið í tvö glös og toppið með meira af 1/2 bolla af auka peru & vanillu jógúrt, og smá appelsínu berki, setjið lok á og geymið í kæli í nokkrar mínútur eða yfir nótt.