Matcha hindberjahafrar yfir nótt

Matcha hindberjahafrar yfir nótt, fullkominn morgunmatur sem þú getur útbúið og átt tilbúið í ísskápnum til að grípa að morgni eða millimál.
Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

50 g af höfrum

1/4 -1/2 tsk matcha

100 ml mjólk að eigin vali

1 msk hlynsíróp

2 msk af grísk jogurt frá Arna karamellu & peru + auka til að toppa

50 gr  frosin hindber

Aðferð

  1. Blandið saman höfrum, matcha dufti, mjólk, hlynsírópi og grískri jógúrt og setjið til hliðar.
  2. Hitið frosin hindberin í pott á meðan og eldið við meðalhita og stappið hindberin með gaffli eða skeið.
  3. Hellið matcha-höfrunum í krukku og bætið hindberja “sultunni” ofan á og meiri grískri jógúrt. Látið liggja í ísskápnum yfir nótt og bætið ristuðum kókosflögum og njótiði.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook