Hér höfum við nýja uppskrift frá Lindu Ben. Dásamlega heimalagaða aspassúpu úr ferskum aspas sem er allt í senn barnvænn, hollur og góður matur. Linda mælir með að bera súpuna fram með góðu brauði og smjöri.
Linda segir súpuna einfalda, en að fyrst byrji maður á að steikja lauk, aspas og hvítlauk. Bætir svo vatni og kjúlingakrafti út á og lætur malla, maukar svo súpuna. Því næst bætir maður rjómanum út á, kryddar til og lætur malla aðeins meira. Að lokum þeytir maður smá rjóma og skreytir súpuna með fersku timjan.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.