Gulrótarköku-hafrabaka

Ef þú ert að leita þér að einhverju skemmtilegu til að prófa til dæmis í morgunmat, hádeigismat eða hvenær sem er þá mæli ég með að prófa þessa gulrótaköku-hafraböku.

Hafrabaka er bakaður hafragrautur eins og nafnið gefur til kynna. Það er rosalega einfalt að útbúa hana og fljótlegt. Áferðin minnir á köku og bragðast bakan alveg dásamlega, eins og gulrótarkaka.

Uppskrift og myndir frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

200 g gróft haframjöl
1 tsk kanill
1/2 tsk engifer krydd
2 msk hörfræ
1/2 tsk salt
200 g grísk jógúrt með karamellu og perum frá Örnu Mjólkurvörum + meira til að bera fram með bökunni.
2 egg
2 1/2 dl mjólk frá Örnu Mjólkurvörum
2-3 msk hlynsíróp
50 g kókosolía (brædd)
60 g pekanhnetur
25 g kókosmjöl
2 gulrætur
1 dl rúsínur (má sleppa)
Fersk bláber

Aðferð

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C, undir og yfir hita.
  2. Blandið saman haframjöli, kanil, engiferi, hörfræjum og salti.
  3. Í aðra skál blandið saman grísku jógúrti, eggjum, mjólk, hlynsírópi og kókosolíu. Blandið því saman við þurrefnablönduna, hrærið þar til samlagað.
  4. Rífið gulræturnar niður með rifjárni og blandið þeim út í deigið ásamt söxuðum pekanhnetum og rúsínum.
  5. Smyrjið form sem er 24 cm í þvermál (eða ílíka stórt) með kókosolíu. Setjið deigið í formið og leyfið því að taka sig í 5 mín áður en þið setjið inn í ofn. Bakið í 25-30 mín, takið út úr ofninum og leyfið bökunni að hvíla í 10 mín áður en það er skorið í hana.
  6. Berið fram með grísku jógúrti og bláberjum

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook