Besta kalkúnasósan

Innihaldsefni

1/2 rauðlaukur
2 msk ólifuolía
50 g smjör
150 g sveppir
2 dl vatn
1 dl hvítvín
Soð af kalkúninum
1-2 msk af fljótandi kjúklingakrafti
500 ml rjómi frá Örnu
1 msk rifsberjahlaup
Salt og pipar

Aðferð

1.Skerið rauðlaukinn fínt niður. Steikið laukinn upp úr olíu og smjöri þar til hann verður mjúkur.

2.Skerið sveppina frekar gróft niður og bætið þeim út á pönnuna og steikið þar til þeir verða mjúkir. Bætið vatni og hvítvíni út á sveppina og sjóðið í 1-2 mín.

3.Bætið því næst 1 msk af kjúklingakraftinum út í og soðinu af kalkúninum.

4.Bætið því næst rjómanum út á og náið upp suðunni.

5.Bragðbætið með rifsberjahlaupi, meiri kjúklingakrafti og salt og pipar eftir þörfum. Sjóðið saman í nokkrar mín þar til sósan hefur þykknað.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook
Arna ehf.

456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774

Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík

Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík

Póstlisti

Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.

Vörumerki Örnu:

Allur réttur áskilinn @ 2023