Bláberjajógúrt parfait

Ef þú ert að leita þér að hollum og ljúffengum morgunmat eða millimáli þá er þessi uppskrift fyrir þig.

Maður byrjar á því að útbúa bláberja og chiagrautinn í botninn, hrærið þar til þetta samlagast, og setjið svo silki mjúku grísku jógúrtina ofan á og topiið með ristuðum kókoksflögum. Hægt er að margfalda þessa uppskrift og gera margar krukkur í einu til að eiga nokkrar út vikuna þar sem bláberjachiagrauturinn og jógúrtin geymist vel, en það er sniðugara að setja kókosflögurnar á daginn sem þú ætlar að njóta þar sem þær verða mjúkar með tímanum.

Þetta er afar holl og góð uppskrift sem ég held að þér eigi eftir að líka vel.

Uppskriftin er frá Lindu Ben.

Innihaldsefni

2 1/2 dl frosin bláber
1 msk chia fræ
1 msk hlynsíróp
Hrein grísk jógúrt frá Örnu
Ristaðar kókosflögur

Aðferð

  1. Setjið frosnu bláberin í pott og hitið á vægum hita þar til þau eru bráðnuð (líka hægt að setja á lága stillingu í örbylgju), bætið chía fræjunum og hlynsírópinu út í og hrærið þar til blandan er orðin þykk eins og sulta.
  2. Setjið í botninn á krukku og bætið gríska jógúrtinu yfir, toppið með ristuðum kókosflögum.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook