Próteinrík pestó sósa

Girnileg og einföld próteinrík pestó sósa sem er mjög bragðgóð og hentar með nánast hverju sem er – grænmeti, ofan á brauð, kjúklinginn, fiskinn eða hvert sem hugurinn fer með þig.

Uppskrift og myndir frá Jönu

Innihaldsefni

1/2 bolli ristaðar kasjuhnetur

1 hvítlauksrif

2 msk graskersfræ

Handfylli basil

basil ( eða ca 1/2 box, 10 gr)

steinselja (eða ca 1/2 box, 10 gr)

Klettasalat (eða ca 1/2 bolli )

1/3 bolli ólífuolía

1 msk Næringarger ( má sleppa eða nota parmesanost)

1 msk sítrónusafi

Salt & pipar

4 msk laktósafrí grísk jógúrt frá Arna

Aðferð

  1. Öllum hráefnum nema grískri jógúrt blandað saman með töfrasprota í djúpri skál.
  2. Því næst er gríska jógúrtin hrærð saman við.

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook