Þessi bláberja og hnetusmjörs chiagrautur er eitthvað sem ég búin að vera borða núna á hverjum morgni áður en ég fer í ræktina, alveg frá því að haustjógúrtið kom í búðir. Grauturinn gefur mér alveg ótrúlega mikla og góða orku fyrir daginn, er dásamlega bragðgóður og hollur.
Það er svo einfalt að smella honum saman og það er upplagt að gera það kvöldið áður svo maður geti farið beint í að borða um morguninn. Það má alveg græja nokkra grauta í einu því þeir geymast vel í lokuðu íláti.
Ég á alltaf útbleytt chiafræ inn ísskáp. Ég set þá 3 msk af chiafræjum í lokanlegt ílát og set 4 dl af vatni með, loka boxinu og hrissti fræjin saman við vatnið. Læt þau svo taka sig inn í ísskápnum í amk 8 tíma. Það er svo þægilegt að eiga alltaf útbleytt chiafræ inn í ísskáp því þá er maður enga stund að smella í chiagraut þegar manni langar í. Útbleytt chiafræ geymast inn í ísskáp í a.m.k. 1 viku.
Uppskrift og myndir frá Lindu Ben
150 g íslenskt haustjógúrt frá Örnu Mjólkurvörum
U.þ.b. 1 dl útbleytt chiafræ (1/2 msk chia fræ í 1 dl vatni)
1 msk hnetusmjör
1 dl fersk bláber
456-5600
arna@arna.is
VSK Númer. 85774
Framleiðsla og aðalskrifstofur
Hafnargötu 80, 415 Bolungarvík
Sala og dreifing
Tunguhálsi 6, 110 Reykjavík
Póstlisti
Með því að skrá þig á póstlistann okkar færðu sendar
nýjustu uppskriftir og aðrar gagnlegar tilkynningar frá Örnu.