Bláberja prótein smoothie

Ég elska smoothie-sa þar sem það er svo auðvelt að koma mikið af hollum og góðum efnum saman og njóta – fljótlegt og þægilegt sem morgunmatur, eftir æfingu eða sem millimál.
Þessi bláberja protein smoothie er fullur af trefjum, próteini, vítamínum, andoxunarefnum og góðri fitu – má gjarnan borða með skeið – og heldur mér gangandi í marga tíma.

Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

 

2 dósir bláberja Örnu skyr

1 bolli frosin bláber

1 bolli klakar

1 msk prótein duft

1 msk hörfræ

1 msk hampfræ

Aðferð

  1. Allt sett í blandara og hellt í 2 glös

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook