Bleik tahini sósa

Bleik tahini sósa sem er einstaklega falleg og próteinrík dressing og ídýfa.
Uppskrift og myndir frá Jönu.

Innihaldsefni

2 miðlungs rauðrófur (ferskar og afhýddar)

1/2 bolli vatn

1/4 bolli Tahini

2 msk ólífuolía

2 msk grísk jógúrt frá Arna 

Safi af 1/2 sítrónu

1 msk akasíuhunang

1 hvítlauksrif

Smá af salti og pipar

Aðferð

  1. Allt sett í góðan blandara og blandað vel saman

Verði ykkur að góðu!

Deila uppskrift á Facebook